Athugið að nauðsynlegt er að skila staðgreiðsluyfirliti (ekki skattframtali) með umsókninni. Yfirlitið má nálgast á skattur.is -> mín þjónustusíða -> persónuafsláttur -> laun og staðgreiðsla.
Skilmálar
Með því að senda umsókn samþykkir sendandi að stjórn Velferðarsjóðs Eyjafjarðarsvæðis haldi utan um, meðhöndli og varðveiti þær persónuupplýsingar sem hér eru gefnar, í þeim tilgangi að hægt sé að meta og sannreyna umsóknina. Umsækjandi getur hvenær sem er afturkallað framangreint samþykki sitt til vinnslu persónuupplýsinga. Slíka beiðni skal senda í gegnum heimasíðuna velferdey.is.