Fyrir hönd Velferðarsjóðs Eyjafjarðarsvæðis heldur Mæðrastyrksnefnd utan um reglubundnar úthlutanir utan jólaaðstoðar. Hægt er að sækja um aðstoð allt að fjórum sinnum á ári, auk jólaaðstoðar. Einungis er tekið við einni umsókn fyrir hvert heimili, t.d. sækja hjón ekki um hvort í sínu lagi og börn yfir 18 ára sem búa í foreldrahúsum sækja ekki um sér.
Sækja um aðstoð
Úthlutanir fara fram í Glerárkirkju og árið 2025 verða úthlutanir:
- 15. og 22. janúar
- 19. og 26. febrúar
- 19. og 26. mars
- 16. og 23. apríl
- 21. og 28. maí
- 18. og 25. júní
- Ekki eru reglubundnar úthlutanir í júlí
- 20. og 27. ágúst (opnað verður fyrir rafrænar umsóknir 5. ágúst)
Bóka þarf viðtal í síma 867-5258 á mánu- eða þriðjudag á undan milli kl. 10.00-12.00. (ef ekki er sótt um rafrænt)
Athugið að einstaklingar sem ekki tala íslensku gætu verið boðaðir á öðrum tíma og annan stað, vegna aðstöðu til túlkunar.
Í júlí eru ekki reglubundnar úthlutanir og þá bendum við fólki á að leita til presta í Þjóðkirkjunni.
Í samstarfi við Höld-Bílaleigu Akureyrar er nú hægt að sækja um styrki vegna íþrótta- og tómstundaiðkunar barna og ungmenna. Nánari upplýsingar má nálgast í viðtölum hjá fulltrúum sjóðsins og á rafrænu umsóknaeyðublaði.
Sækja um tómstundastyrk