Styrkja sjóðinn

Þeim sem vilja styrkja Velferðarsjóð Eyjafjarðarsvæðis er bent á nýjan söfnunarreikning og nýja kennitölu.

Kt. 651121-0780 
Rn. 0302-26-003533
 

Fjáröflun Velferðarsjóðs Eyjafjarðarsvæðis er nú yfir allt árið. Söfnunarféð er notað til kaupa á gjafakortum sem einstaklingar geta verslað mat fyrir. Samtals fengu 474 heimili og einstaklingar jólaaðstoð árið 2022 og er það mikil fjölgun umsókna milli ára. Mörg heimili á Eyjafjarðarsvæðinu eru illa stödd fjárhagslega og þurfa á aðstoð að halda.

Stjórn Velferðarsjóðs á Eyjafjarðarsvæðinu vill koma á framfæri innilegu þakklæti til allra þeirra sem leggja starfinu lið. Án þessa mikla velvilja í samfélaginu væri ekki hægt að styrkja efnaminni heimili á svæðinu með þeim hætti sem nú er gert. Ykkar stuðningur er ómetanlegur.