Um velferðarsjóð Eyjafjarðarsvæðis

Hjálparstarf kirkjunnar, Hjálpræðisherinn á Akureyri, Mæðrastyrksnefnd Akureyrar og Rauði krossinn við Eyjafjörð hafa frá árinu 2013 haft samstarf um jólaaðstoð á Eyjafjarðarsvæðinu. Fyrir jólin 2022 barst metfjöldi umsókna og með góðum stuðningi frá fyrirtækjum, félagasamtökum og einstaklingum var hægt að styðja við þau heimili sem þurftu hjálp.

Mikil ánægja hefur verið með samstarfið í tengslum við jólaaðstoðina og því var ákveðið að útvíkka starfsemina og stofna Velferðarsjóð á Eyjafjarðarsvæðinu sem sér um velferðaraðstoð á ársgrundvelli. Með þessari breytingu er vonast til að einfaldara verði að leita sér aðstoðar allan ársins hring og að betur sé hægt að halda utan um upplýsingar um þörfina í samfélaginu. Starfssvæði sjóðsins er Eyjafjörður, frá Siglufirði til Grenivíkur.

Styrkja sjóðinn

 

Stjórn Velferðarsjóðs Eyjafjarðarsvæðis:

  • Sigríður M. Jóhannsdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar, formaður
  • Kristín Björk Gunnarsdóttir, fulltrúi Rauða krossins við Eyjafjörð, ritari
  • Eydís Ösp Eyþórsdóttir, starfsmaður Hjálparstarfs kirkjunnar, gjaldkeri
  • Særún Emma Stefánsdóttir, verkefnastjóri í Hjálpræðishernum, stjórnarmaður

Varamenn:

  • Jófríður Traustadóttir, Mæðrastyrksnefnd
  • Herdís Helgadóttir, Hjálpræðishernum
  • Sigríður Stefánsdóttir, Rauða krossinum
  • Guðmundur Guðmundsson, Hjálparstarfi kirkjunnar