Velferðarsjóður Eyjafjarðarsvæðis óskar þér og þínum gleðilegra jóla. Um leið viljum við þakka okkar fjölmörgu styrktaraðilum fyrir þeirra framlag. Þessi mikla velvild í samfélaginu hefur gert það mögulegt að veita á fimmta hundrað heimilum neyðaraðstoð fyrir þessi jólin.
Úrvinnslu umsókna um jólaaðstoð er lokið. Ef einhver eiga ósótta jólaúthlutun eru þau beðin að koma á skrifstofu Rauða krossins á Akureyri milli kl. 10 og 15 í dag eða næstu virka daga.