Jólaaðstoð lokið - takk fyrir stuðninginn

Strandgata í vetrarbúningi. Mynd: Herdís Helgadóttir
Strandgata í vetrarbúningi. Mynd: Herdís Helgadóttir

Úrvinnslu umsókna og úthlutun jólaaðstoðar árið 2022 er lokið. Þetta árið bárust sjóðnum fleiri umsóknir en nokkru sinni fyrr, tæplega 500. 

Velferðarsjóður Eyjafjarðarsvæðis vill koma á framfæri innilegu þakklæti til allra þeirra einstaklinga, fyrirtækja og samtaka sem styrkja starfið og gera það mögulegt að aðstoða efnaminni heimili á svæðinu. Án ykkar væri erfitt að halda úti öflugu velferðarstarfi!

Á nýju ári verður opnað á ný fyrir umsóknir um aðstoð hér á síðunni.

Með bestu óskum um gleðileg jól,
Velferðarsjóður Eyjafjarðarsvæðis.