Ný heimasíða

Frá Hertexkvöldi jólaaðstoðarinnar 2018
Frá Hertexkvöldi jólaaðstoðarinnar 2018

Velferðarsjóður Eyjafjarðarsvæðis hefur nú opnað nýja heimasíðu, www.velferdey.is

Á síðunni má nálgast upplýsingar um velferðaraðstoð sem sjóðurinn veitir, til að byrja með er áhersla lögð á að kynna jólaaðstoðina 2022. Rafrænar umsóknir um jólaaðstoð fara í gegnum síðuna og vonir standa til að þetta geri ferlið auðveldara fyrir alla sem málið varðar.

Með tímanum má svo búast við frekari upplýsingum á síðunni, til dæmis um bjargráð og aðra aðstoð sem í boði er hér á svæðinu.