Rafrænar umsóknir um aðstoð

Velferðarsjóður bauð fyrir síðustu jól upp á að sækja rafrænt um aðsoð, í gegnum heimasíðuna velferdey.is. Viðtökurnar voru afar góðar og ákveðið hefur verið að þróa umsóknakerfið svo hægt verði að sækja um í reglubundnar úthlutanir sjóðsins í gegnum heimasíðuna. 

Fyrsta úthlutun sem hægt er að sækja rafrænt um er miðvikudaginn 20. september. Eyðublaðið er þegar opið og hægt er að sækja um aðstoð rafrænt með því að smella hér að neðan.

Athugið að af praktískum ástæðum er aðeins hægt að taka við ákveðnum fjölda rafrænna umsókna. Ef þeim fjölda er náð og eyðublaðið lokast, er hægt að hringja í síma 867-5258 á mánu- eða þriðjudag fyrir úthlutun, milli kl. 10.00-12.00.

Sækja um aðstoð