Vinnsla umsókna er í gangi

Mynd: Herdís Helgadóttir
Mynd: Herdís Helgadóttir

Þessa dagana er verið að vinna úr þeim umsóknum sem hafa borist um jólaaðstoð. Athugið að enn er hægt að sækja um, út miðvikudaginn 6. desember. 

Mismunandi er hvenær haft er samband við umsækjendur og eins eru umsækjendur beðnir um að sækja á mismunandi staði. Þetta er hluti af nýju skipulagi, til að einfalda úrvinnslu og ekki síst til að bjóða þægilegra umhverfi og koma í veg fyrir raðir.

Við bendum umsækjendum því á að það þarf engar áhyggjur að hafa þó sumir hafi fengið sms en ekki aðrir. Haft verður samband við alla. Ef gögn vantar, verður haft samband til að kalla eftir gögnum.