Vinnslu jólaaðstoðar lokið

Velferðarsjóði Eyjafjarðarsvæðis bárust rúmlega 500 umsóknir um jólaaðstoð þetta árið. Úrvinnslu umsókna er lokið og nú ættu allir umsækjendur að hafa fengið svör.

Stjórn sjóðsins óskar þér og þínum gleðilegra jóla. Kærar þakkir til okkar fjölmörgu velunnara fyrir stuðninginn.

Athugið að lítið er fylgst með tölvupósti og heimasíðu sjóðsins næstu tvær vikurnar. Ósótt umslög verða á skrifstofu Rauða krossins á Akureyri, Viðjulundi 2 til og með 22. desember. 

Mæðrastyrksnefnd hefur úthlutun á nýju ári fyrir hönd Velferðarsjóðs Eyjafjarðarsvæðis miðvikudaginn 17. janúar.